Málþing Briskrabbamein og eftirlit með einstaklingum í hárri áhættu
Landspítalinn og Krabbameinsfélagið standa að málþingi fimmtudaginn 14. september þar sem íslenskir og erlendir fyrirlesarar fjalla um eftirlit með einstaklingum sem vitað er að eru í hárri áhættu við að fá briskrabbamein, gagnsemi þess, stöðuna hér á landi og fleira.
Briskrabbamein eru erfiðari viðureignar en mörg önnur krabbamein og þrátt fyrir að vera um 2% af þeim krabbameinum sem greinast á hverju ári hér á landi eru þau fjórða algengasta orsök dauðsfalla af völdum krabbameina.
Um 40 manns greinast með briskrabbamein árlega á Íslandi og svipaður fjöldi deyr úr sjúkdómnum á hverju ári. Afar brýnt er að finna leiðir til að auka lifun þeirra sem fá briskrabbamein, meðal annars með því að greina meinin snemma, þegar skurðaðgerð er líkleg til árangurs.
Ein leiðin til þess er að bæta eftirlit með einstaklingum sem vitað er að eru í hárri áhættu á að fá briskrabbamein. Þetta eru til dæmis einstaklingar sem hafa arfgengar breytingar í genum, s.s. BRCA2, og fjölskyldusögu um briskrabbamein, sem og fjölskyldur þar sem 3 eða fleiri einstaklingar hafa greinst með briskrabbamein.
Á Landspítala er hafinn undirbúningur að slíku eftirliti.
Á málþinginu sem Landspítalinn og Krabbameinsfélagið standa að, fjalla íslenskir og erlendir fyrirlesarar um eftirlitið, gagnsemi þess, stöðuna hér á landi og fleira.
Málþingið er opið öllum, almenningi jafnt sem fagfólki og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Málþingið fer fram bæði á íslensku og ensku. Fundarstjóri: Hlíf Steingrímsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins.
Skráning er nauðsynleg: Skrá hér.Sækja auglýsingu.Dagskrá:14:00-14:05 Opnunarávarp14:05- 14:25 Faraldsfræði og meðferð briskrabbameina. Sigurdís Haraldsdóttir MD, PhD, Yfirlæknir krabbameinslækningar, Landspítali – Háskólasjúkrahús, Dósent við Háskóla Íslands14:25-14:45 Krabbameinsheilkenni á Íslandi – erfðaráðgjöf.
Vigdís Fjóla Stefánsdóttir, Ph.D., Erfðaráðgjafi Landspítali– Háskólasjúkrahús14:45-15:05 Stökkbreytigreiningar og notkunarmöguleikar þrívíðra frumulíkana í briskrabbameinum. Bylgja Hilmarsdóttir, Ph.D, Sameindalíffræðingur við meinafræðideild Landspítala15:05-15:25 Kaffihlé15:25-15:55 Genetic Counseling in Individuals at High-Risk for Pancreatic Cancer. Jessica Everett, MS, CGC Genetics Counselor, Perlmutter Cancer Center, NY15:55-16:25 The Pancreatic Cancer Early Detection (PRECEDE) Consortium; Clinical Management of Familial Pancreatic Cancer Patients and their family members. Diane Simeone, M.D., Perlmutter Professor of Surgery and Pathology, NYU Langone, Director of the Pancreatic Cancer Center16:25-17:00 Umræður