Málþing: Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna 2025
Krabbameinsfélagið býður til málþings í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna fimmtudaginn 25. september, í húsi Krabbameinsfélagsins.
Málþingið hefst kl. 16:30 á 1. hæð. Í beinu framhaldi verður síðan boðið upp á léttar veitingar ásamt veggspjaldakynningum á 4. hæð kl. 18:00.
Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til að fræðast um krabbameinsrannsóknir og gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Dagurinn er líka gott tækifæri til að undirstrika mikilvægi rannsóknanna, vísindamannanna sem stunda þær og styrktaraðila.
Dagskrá
- Aðgerðaráætlun í krabbameinsmálum og nýjar tölur frá Krabbameinsskrá | Halla Þorvaldsdóttir
- Vottun krabbameinsþjónustu - hlutverk vísindarannsókna | Vigdís Hallgrímsdóttir
- Staða í krabbameinsrannsóknum á Landspítala | Sigurdís Haraldsdóttir
- Staða í krabbameinsrannsóknum í Háskóla Íslands | Margrét Helga Ögmundsdóttir
- Lífsgæðarannsókn Krabbameinsfélagsins, í samstarfi við LSH og HÍ | Kristjana Sigurðardóttir
- Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins | Magnús Karl Magnússon
- Veggspjöld og veitingar
Við vonum að allir sem tengjast krabbameinsrannsóknum á Íslandi og hafa áhuga á auknum árangri í baráttunni við krabbamein noti tækifærið og taki þátt í deginum með okkur. Krabbamein varða okkur öll og framfarir verða fyrst og fremst í gegnum vísindastarf.
Þátttaka er gjaldfrjáls og öllum opin en skráning er nauðsynleg. Sérstök skráning er líka fyrir þá aðila sem óska eftir að kynna veggspjald.