Litrík jólastjarna bar sigur úr býtum
Hafðu hollustuna með á jólaborðið í desember. Krabbameinsfélagsins í samstarfi við Banana og Hagkaup stóðu í fjórða sinn fyrir skemmtilegum jólaleik á aðventunni. Framlögin voru afar fjölbreytt og skemmtileg - sjón er sögu ríkari.
Óskað var eftir skapandi og jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, kryddjurtum, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Tilgangur og markmiðið með leiknum er að hvetja fólk til að passa upp á að hollustan gleymist ekki í jólaamstrinu innan um allar freistingarnar.
Úrslitin voru kynnt í Smáralind um helgina og voru vinningstillögurnar til sýnis á göngugötunni. Óhætt er að það segja að þær hafi vakið verskuldaða athygli. Fólk var duglegt að taka myndir af tillögunum og var spennt að nýta á borðið sitt. Eins og myndirnar sýna, þá er hægt að gera ótrúlega skemmtilegar útfærslur án þess að það sé of tímafrekt eða flókið þó að vissulega taki sumar hugmyndirnar ögn lengri tíma en aðrar.
1. sæti: Skínandi og girnileg jólastjarna, Ramona Pittroff
Ramona fékk að launum 60.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu frá Bönunum og 40.000 kr. gjafabréf frá Hagkaup.
Innihaldslýsing: Vatnsmelóna, appelsína, kiwi, mangó, rósmarín, bláber, hindber og rifsber.

2. sæti: Brakandi ferskur jólaaðventukrans, eftir systurnar Auði Lóu Guðnadóttur og Ásdísi Hönnu Gunnhildar Guðnadóttur.
Auður og Ásdís fengu 25.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu frá Bönunum og 25.000 gjafabréf frá Hagkaup.

3. sæti: Jólasveinar við jólatré, Raimonda Paleckiene
Raimonda fékk 15.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu frá Bönunum og 15.000 gjafabréf frá Hagkaup.

Einnig voru veitt aukaverðlaun frá Lemon fyrir þessar skemmtilegu útfærslur:
- Elín Jónína Clausen - Jólasveinn.
- Fjóla Rut Héðinsdóttir - Jólabakki með jólatrjám.
- Inna Mala - Litríkur jólabakki.



Dómnefnd skipuðu (mynd frá vinstri):
- Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana.
- Birgitta Lind Vilhjálmsdóttir , sérfræðingur í fræðsludeild Krabbameinsfélagsins.
- Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups, formaður dómnefndar.
- Sjöfn Þórðardóttir, umsjónarmaður matarvefs Mbl.is.

