Beint í efni

Kastað til bata: Kon­um boð­ið til veiði­ferðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í verkefnið „Kastað til bata“ sem er endurhæfingarverkefni á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar.

Verkefnið hófst árið 2010 og er hugmynd frá Bandaríkjunum „Casting for recovery“ og hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini.

Farið verður í Langá á Mýrum 19. - 21. maí og geta 12 - 14 konur tekið þátt.
Þessi ævintýraferð er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Umsókn og nánari upplýsingar