Beint í efni
Talskona

Góð­ur fund­ur með tals­konu sjúk­linga á Land­spít­ala

Fulltrúar Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga funduðu í gær með Mörtu Hjördísar Jónsdóttur, talskonu sjúklinga á Landspítala.

Marta hefur verið talskona sjúklinga í um eitt ár og sagði stuttlega frá fjölbreyttum verkefnum sem hafa ratað inn á hennar borð á þeim tíma. Fulltrúar félaganna höfðu frá mörgu að segja og gátu komið til hennar fjölmörgum ábendingum frá fólki með krabbamein og aðstandendum sem nýtt hafa þjónustu Landspítalans. Ábendingarnar sneru meðal annars að aðgengi fólks að þjónustu, samskiptum, kostnaði, grunnvottorðum, samfellu í þjónustu, tengingum milli kerfa, biðtíma og fleiru.

Í dag er víða aukin áhersla á gott notendasamráð, líka í heilbrigðisþjónustunni. Fundir sem þessi, þar sem hægt er að koma á framfæri mörgum ábendingum geta verið mjög gagnlegir til þess og því var ákveðið að koma á föstu, reglubundnum fundum.

Marta fékk smá innsýn í mikilvægt starf okkar hjá Krabbameinsfélaginu og aðildarfélögum og var meðal annars sagt frá Notendaráði félagsins.

Við þökkum Mörtu kærlega fyrir fundinn og hvetjum hana til dáða í hlutverki talskonu sjúklinga um leið og við fögnum því frumkvæði Landspítala að stofna embættið. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við að gera góða þjónustu betri.

Á myndinni eru frá vinstri: Ingibjörg Inga frá Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar, Halla frá Krabbameinsfélaginu, Stefán frá Framför, Hrefna frá Krabbameinsfélagi Austfjarða, Þorri frá Krabbameinsfélaginu, Marta frá Landspítala, Vala frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins, Harpa Ásdís frá Krabbameinsfélaginu og Kjartan frá Perluvinum.