Fyrir börnin: Námskeið í hugleiðslu og sjálfsstyrkingu
Krabbameinsfélagið býður upp á námskeið fyrir börn sem eru aðstandendur fólks með krabbamein.
Námskeiðið er þrjú skipti og ætlað börnum 6-8 ára og 9-12 ára (aldursskipt).
Hugleiðslan og þær aðferðir sem kenndar verða í tímunum miða að því að skapa innra jafnvægi og styrkja sjálfsmyndina.
Námskeiðin eru haldin þegar ákveðinn fjöldi skráninga liggur fyrir. Þeir forráðamenn sem hafa áhuga á því að skrá barn á biðlista geta hringt í síma 800 4040 eða sent tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is.
Leiðbeinandi er Stefanía Ólafsdóttir grunnskólakennari og hugleiðsluleiðbeinandi.
Ekkert þátttökugjald.
Stuðningur við börn
Á vef Krabbameinsfélagsins má nálgast fræðsluefni sem getur auðveldað fullorðnum að eiga samtal um krabbamein og styðja börn og unglinga í sorg.
Stuðningur fyrir fagfólk sem vinnur með börnum
Hjá Krabbameinsfélaginu er hægt að fá ráðgjöf um samskipti við börn sem eru aðstandendur og upplýsingar um hugsanleg viðbrögð þeirra. Sérhæfðir ráðgjafar félagsins bjóða líka starfsfólki skóla og öðrum sem vinna með börnum ókeypis stuðning og ráðgjöf, ef þörf er á. Hægt er að senda póst á radgjof@krabb.is eða hringja í síma 800 4040 til að óska eftir stuðningi.
