Endurskoðaðar ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu
Embætti landlæknis kynnti endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu ásamt því að setja lífshlaupið 2024 af stað í samstarfi við Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.
Nokkrar breytingar líta nú dagsins ljós með nýju ráðleggingunum og eru fullorðnir nú hvattir til þess að hreyfa sig rösklega í hið minnsta 150 mínútur á viku og því til viðbótar ætti að stunda hreyfingu sem styrkir vöðva að lágmarki tvo daga í viku. Einnig er lögð áhersla í nýju ráðleggingunum að takmarka kyrrsetu.
Nýju ráðleggingarnar eru mikilvægt innlegg í umræðuna um heilbrigðan lífsstíl enda vel þekkt frá niðurstöðum vísindarannsókna að regluleg hreyfing hefur víðtæk jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu og ýtir undir almenna vellíðan um leið og hún dregur úr líkum á ýmsum sjúkdómum, þar með töldum krabbameinum.
Ráðleggingar embættisins má finna hér.