Beint í efni

Börn og sól

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og hér eru það sólarvarnir en á Íslandi þarf að huga að sólarvörnum frá apríl til september. Sólin er sterkust kl. 13 og stór hluti varasamrar geislunar á sér stað milli kl. 10 og 16.

Á vorin er gott að rifja upp gátlistann um sólarvarnir leikskólabarna fyrir annars vegar leikskólann og hins vegar fyrir foreldra. Listinn er sendur á alla leikskóla landsins með góðri kveðju til starfsfólks og foreldra.

Krabbameinsfélagið mælir með sólarvarnarkremum með stuðulinn 30 til 50+ SPF en hvorki með né móti ákveðnum gerðum þeirra. Hægt er að leita ráða í apótekum.

Gátlisti fyrir leikskólann 

 • Við hugum að sólarvörnum frá apríl og fram í september.
 • Við pöss­um að börn­in séu í föt­um sem hylja axl­ir, bringu, hand­leggi og fót­leggi.
 • Við pöss­um að börn­in séu með sól­hatt eða der­húfu.
 • Við hvetj­um börn­in til að nota sólgler­augu.
 • Við ber­um sól­ar­vörn með stuðul­inn 30 til 50+ á börn­in fyr­ir úti­veru fyr­ir og eft­ir há­degi og svo eft­ir þörf­um (t.d. ef þau svitna mikið, busla í vatni eða þeim er þvegið með þvotta­poka).
 • Við ber­um sól­ar­vörn á öll svæði sem ekki eru hul­in með föt­um, svo sem and­lit, eyru, hnakka, hand­ar­bök og mögu­lega hár­svörð.
 • Við pöss­um að það séu svæði á leik­skóla­lóðinni þar sem börn­in geta leikið sér í skugga, til dæm­is frá trjám eða tjöld­um eða norðan meg­in við hús, og hvetj­um börn­in til að nýta sér þau.
 • Við tök­um hlé frá sól­inni og fær­um leik­inn inn eða í skugga.
 • Við mun­um að sól­ar­geisl­ar geta borist í gegn­um ský og hug­um að sól­ar­vörn­um þótt það sé skýjað.
 • Við mun­um að sól­ar­geisl­ar geta end­urkast­ast frá vatni og sandi.
 • Við pöss­um að börn­in drekki nóg vatn í og eft­ir úti­veru í sól­inni.
 • Við erum góðar fyr­ir­mynd­ir og verj­um okk­ur sjálf fyr­ir sól­inni.
 • Við kom­um upp góðum venj­um í kring­um sól­ar­varn­ir á leik­skól­an­um og erum í góðu sam­starfi við for­eldra.

Gátlisti fyrir foreldra

 • Við hug­um að sól­ar­vörn­um frá apríl fram í sept­em­ber, sér í lagi milli klukk­an 10 og 16.
 • Við pöss­um að börn­in séu með föt í leik­skól­an­um sem hylja axl­ir, bringu, hand­leggi og fót­leggi.
 • Við mun­um eft­ir að koma með sól­hatt eða der­húfu í leik­skól­ann.
 • Við mun­um eft­ir að koma með sólgler­augu í leik­skól­ann.
 • Við ber­um sól­ar­vörn á börn­in áður en þau fara í leik­skól­ann nema við séum viss um að borið sé á þau fyr­ir fyrstu úti­veru í leik­skól­an­um: á öll svæði sem ekki eru hul­in með föt­um, svo sem and­lit, eyru, hnakka, hand­ar­bök og mögu­lega hár­svörð.
 • Við mun­um eft­ir að koma með sól­ar­vörn með stuðul­inn 30 til 50+ í leik­skól­ann.
 • Við end­ur­nýj­um sól­ar­vörn­ina eft­ir þörf­um, al­mennt er mælt með að end­ur­nýja sól­ar­vörn ár­lega.
 • Við pöss­um að börn­in drekki nóg vatn eft­ir sól­ríka daga.
 • Við erum góðar fyr­ir­mynd­ir og verj­um okk­ur sjálf fyr­ir sól­inni.
 • Við erum í góðu sam­starfi við leik­skól­ann varðandi sól­ar­varn­ir barn­anna.

- Verum góðar fyrirmyndir og verjum okkur sjálf fyrir sólinni -