Beint í efni

Bleika slauf­an 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Við leitumst eftir fólki á öllum aldri til þess að koma og vera með í stjörnumprýddri veislu 19. september frá ca. 16:00-21:00. Fólk þyrfti ekki að vera allan tímann en sérstaklega vantar okkur stóran hóp einstaklinga til að vera með okkur í síðasta skoti auglýsingarinnar, frá ca. 19:30-20:30, þar sem við ætlum að taka drónaskot af hópnum að mynda Bleiku Slaufuna úr lofti.

Auglýsingin verður að öllum líkindum tekin upp í Skerjafirði. Boðið verður uppá léttar veitingar.

Fylltu út skráningarformið hér að neðan og við verðum svo í sambandi í kjölfarið!

Skráningarform