Beint í efni

Bleika slauf­an 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lovísa er gullsmíðameistari og hóf rekstur undir eigin vörumerki, by lovisa , árið 2013. Lovísa sækir áhrif sín úr hversdagslífinu þar sem tvinnast saman sígild hönnun og nýjustu straumar. Litir, hráefni og form veita henni innblástur fyrir þær fjölbreyttu skartgripalínur sem hún hannar og smíðar.

Unnur Eir er gullsmíðameistari hjá Meba og hannar undir eigin merki, EIR eftir Unni Eir . Rétt eins og Lovísa sækir Unnur Eir innblástur í daglegt líf og nefnir einnig börnin og fjölskylduna sem mikilvægan innblástur. Unnur Eir segir bestu hugmyndirnar gjarnan koma á ferðalögum um landið.


https://www.youtube.com/watch?v=V1-mWWB3MCI

Hönnun slaufunnar er innblásin af samstöðu og minnir okkur á að krabbamein snertir okkur öll einhvern tíma á lífsleiðinni. Við erum öll ólík, en þegar erfiðleikar steðja að komum við saman og myndum eina heild. Steinarnir í slaufunni eru ólíkir að forminu til og tákna þannig margbreytileika okkar og þéttan stuðning samfélagsins.

„Ófá kvöld fóru í að spá og spekúlera. Við vildum hafa hana fágaða og fínlega, en umfram allt BLEIKA til að tákna samstöðuna í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.“

Undanfarin ár hafa verið gerðar tvær útgáfur af Bleiku slaufunni; almenna slaufan sem í ár er næla og Sparislaufan sem er hálsmen úr gullhúðuðu silfri með bleikum zirkon steinum.

Bleika slaufan 2023 verður í sölu frá 29. september til 23. október í vefverslun Krabbameinsfélagsins, í Mebu skartgripaverslun í Kringlunni og Smáralind, í verslun by lovisa að Vinastræti 16 í Garðabæ og hjá hátt í 400 söluaðilum um land allt.Kaupa slaufu.