Beint í efni

Bjóð­um Brakka­sam­tökin vel­kom­in í hóp­inn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Brakkasamtökin voru stofnuð árið 2015 og hafa þann tilgang að gæta hagsmuna BRCA arfbera og einstaklinga með aðrar meinvaldandi erfðabreytingar sem auka líkur á krabbameini.

Markmið Brakkasamtakanna er að leitast við að efla fræðslu og rannsóknir á BRCA og veita arfberum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning. 

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Brakkasamtakanna.

Á myndinni frá vinstri: Hrefna Eyþórsdóttir, gjaldkeri Brakkasamtakanna, Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands og Anna Margrét Bjarnadóttir, fyrrverandi formaður Brakkasamtakanna.