Auktu heilbrigðið með örfáum breytingum
Krabbameinsfélagið vill aðstoða fólk við að breyta líðan og lífstíl með einungis örfáum breytingum á mataræði. Þér er boðið að hlýða á ókeypis hádegiserindi (streymi í boði) og koma með í matvörubúðarferð og fá ráðleggingar við innkaupin.
Hádegisfyrirlesturinn og búðarferðin er ókeypis og öllum opinn. Við vonumst til að sem flestir nýti sér þetta tækifæri til að stíga heilsueflandi skref inn í nýtt ár.
Hádegisfyrirlestur: Auktu heilbrigðið með örfáum breytingum (streymi í boði)
Steinar B. Aðalbjörnsson, íþróttakennari og næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu mun fjalla um hvernig hægt er að breyta mjög miklu í líðaninni með einungis örfáum breytingum á næringunni. Hann fer yfir tækifærin til bætinga sem eru lítil en samt svo stór og hvernig það getur haft mikil áhrif og orðið stökkpallur fyrir heilbrigðari lífsstíl.
Hádegiserindið er 17. janúar kl. 12:00-13:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, 1. hæð.
Horfa á streymi hér.Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.
Hagnýt ráð við matarinnkaupin
Viltu fá ráð hvernig hægt er með einföldum hætti að velja hollari mat þegar þú ferð út að versla?
Mörgum þykir erfitt að velja hollan mat og jafnvel að umhverfi sumra matvöruverslana ekki til þess fallið að aðstoða fólk við að velja hollan mat. Krabbameinsfélagið býður upp á svokallaðar matvörubúðarferðir þar sem næringarfræðingur leiðir lítinn hóp í gegnum matvörubúð. Tilgangurinn er að veita almenningi innsýn inn í einfaldar leiðir sem hægt er að nota þegar verslað er, leiðir sem stuðla að því að betri og hollari matur lendir ofan í innkaupakörfunni, matur sem er að innihaldi í samræmi við margsannreyndar niðurstöður rannsókna á líkamlegum áhrifum næringarefna.
Hvenær þriðjudaginn 23. janúar kl. 13:30-15:00. Þátttaka ókeypis. Hámarksþátttakendafjöldi í hverri ferð er fimm.Skráning nauðsynleg á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.
Verslunarferðirnar eru gjaldfrjálsar en ef þátttakendur vilja versla sjálfir inn á meðan búðarferðinni stendur þá skal það tekið fram að hver og einn greiðir fyrir sína körfu.