Beint í efni

Átt þú miða? Dreg­ið á að­fanga­dag

Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna. Vinningarnir eru skattfrjálsir. Vinningsnúmer verða birt á heimasíðu Krabbameinsfélagsins síðdegis þann 27. desember og í Morgunblaðinu þann 28. desember. Sölu lýkur kl.12:00 þann 24. desember.

Í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins fá konur senda happdrættismiða. Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna. 

Aðalvinningurinn, að verðmæti 4.790.000 krónur, er 100% rafmagnaður ORA frá bílaumboðinu Heklu.Þrír vinningar eru greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti ein milljón króna.Tuttugu vinningar eru Trek rafmagnshjól Allant+7, hvert að verðmæti um 530 þúsund krónur.Tíu vinningar eru golf PowaKaddy rafmagnskerrur, hver að verðmæti um 190 þúsund krónur.Þrjátíu vinningar eru úttektir frá Fjallakofanum, hver að verðmæti 100.000 krónur.Vinningar í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 200 þúsund krónur, eru 100 talsins.Einnig eru 120 vinningar í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 100 þúsund krónur.

Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 24. desember. Sölu lýkur kl. 12:00 þann 24. desember.

Krabbameinsfélagið hvetur stuðningsmenn sína til að bregðast vel við og kaupa heimsenda miða. Einnig eru miðar til sölu í vefverslun Krabbameinsfélagsins og í afgreiðslu félagsins Skógarhlíð 8. Vekjum sérstaka athygli á að opið verður í vefverslun og afgreiðslu á Þorláksmessu frá 10:00 - 16:00 og aðfangadag frá kl. 09:00 til kl. 12:00.

Vinningsnúmer verða birt á krabb.is síðdegis þann 27. desember og í Morgunblaðinu þann 28. desember.

Nánari upplýsingar um happdrættið hér.