Samstarfsaðilar Bleiku slaufunnar
Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Þitt fyrirtæki getur lagt sitt af mörkum til baráttunnar með því að gerast samstarfsaðili Bleiku slaufunnar.
Hvernig verður þitt fyrirtæki samstarfsaðili?
Fyrirtæki geta farið ýmsar leiðir í því að verða samstarfsaðili Bleiku slaufunnar, t.d. með því að:
- selja vöru eða þjónustu og styrkja átakið um upphæð ákveðna upphæð eða hlutfall af söluverði.
- gefa hluta af veltu dags eða tímabils til átaksins.
- gefa fasta upphæð fyrir hverja afgreiðslu eða skráningu.
- halda bleikt boða eða viðburð og safna fé.
- taka þátt í Opnunarhátíð Bleiku slaufunnar.
Hér að neðan eru eyðublað fyrir þau fyrirtæki sem óska eftir að gerast samstarfsaðili Bleiku slaufunnar.
Samstarfsaðilar áberandi í miðlum Krabbameinsfélagsins
Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að nýta alla sína miðla og viðburði til að vekja athygli á vöru og þjónustu þeirra fyrirtækja sem eru samstarfsaðilar Bleiku slaufunnar.
Hér eru nokkur dæmi:
- Samstarfsaðilar fá umfjöllun á vef Bleiku slaufunnar.
- Upplýsingum um samstarfsaðila, vörur þeirra og þjónustu er miðlað á samfélagsmiðla Bleiku slaufunnar.
- Við sendum fjölpóst á póstlista félagsins (70.000 netföng) 2-3 sinnum í október til að vekja athygli á samstarfsaðilum.
- Samstarfsaðilum er boðið að vera með bás á Opnunarhátíð Bleiku slaufunnar sem fram fer í Háskólabíói þriðjudaginn 1. október.
Samstarfsaðilar fá aðgang að fjölbreyttu kynningarefni sem þeir geta nýtt á vef- og samfélagsmiðlum og útgefnu efni.
Kynningarefni Bleiku slaufunnar
Samstarfsaðilar hafa aðgang að merki Bleiku slaufunnar í ýmsum útfærslum ásamt margvíslegri grafík og leiðbeiningum um notkun.