© Mats Wibe Lund

Rangárvallasýsla

Krabbameinsfélag Rangárvallasýslu var stofnað 7. maí 1971 og endurvakið 15. apríl 1993. Markmið félagsins er að styðja við heimamenn sem greinst hafa með krabbamein. Hefur það m.a. verið gert með því að styrkja þá fjárhagslega ef þeir hafa þurft að dvelja í íbúðum Krabbameinsfélagsins í Reykjavík á meðan krabbameinsmeðferð stendur. Formaður félagsins er Ólöf Árnadóttir. 

Starfsemi 2016-2017

Starfsemin hefur verið fremur takmörkuð síðustu ár. Þó hefur félagið styrkt sjúklinga sem dvalið hafa í íbúðunum í Reykjavík meðan á meðferð stendur. 

Ólöf Árnadóttir.


Var efnið hjálplegt?