Beint í efni

FRÁ­BÆR ÞÁTT­TAKA Í SKEGG­KEPPN­INNI

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Skeggkeppnin er fastur liður í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabba­meinsfélagsins. Þátttakendur eru hvattir til að skarta mottu og safna áheitum frá vinum, vandamönnum og þjóðinni allri. Söfnunarfé rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins og nýtist m.a. til að veita endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðning til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra, til íslenskra rannsókna á krabbameinum og til ýmis konar fræðslu og forvarna.

Föstudaginn 5. apríl fór fram verðlauna- og viðurkenningahátíð í húsnæði rakastofunnar Herramenn í Hamraborg í Kópvogi. Á hátíðinni voru veitt verðlaun til þeirra einstaklinga og liða sem stóðu sig best í söfnunni. Auk var veitt viðurkenning fyrir öflugt framlag til skeggkeppninnar undanfarin ár og verðlaun veitt þeim sem dreginn var út í Skeggleiknum á Facebook.

Krabbameinsfélagið þakkar rakarastofunni Herramenn, FlyOver Iceland, Bullseye Reykjavík og Blómaval fyrir samstarfið, stuðninginn og veitta vinninga auðvitað öllum þeim sem tóku þátt og styrktu.

Í sameiningu vinnum við að þeim markmiðum að draga úr fjölda krabbameinstilvika, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbbamein og aðstandenda þeirra.

Einstaklingskeppni – úrslitBrynjar Ögmundsson – safnaði kr. 380.000Valdimar Kjartansson – safnaði kr. 333.000Tryggvi Björn Guðbjörnsson – safnaði kr. 200.000Liðakeppni – úrslitGóðgerðarsjóður Round Table – safnaði kr. 765.244Mottumass – safnaði kr. 508.967Snæfell Crew – safnaði kr. 474.000Mottuleikur á FacebookGuðni HeimissonSérstök viðurkenningJón Baldur Bogason fyrir framlag sitt og þátttöku í skeggkeppni Mottumars í gegnum árin

Brynjar Ögmundsson varð hlutskarpastur í einstaklingskeppninni (tv.) og Góðgerðarklúbbur Round Table stóð sig best í liðakeppninni.


Brynjar Ögmundsson varð hlutskarpastur í einstaklingskeppninni (tv.) og Góðgerðarklúbbur Round Table stóð sig best í liðakeppninni.


Myndband frá afhendingu verðlauna