Beint í efni

Yin Yoga

Mjúkar stöður sem gerðar eru niður við gólf, sitjandi og liggjandi. Stöðunum er haldið í mýkt og slökun í 3-5 mín. Markmiðið er að losa um uppsafnaða spennu, næra djúpvefi, bein og liðamót.

Mjúkar stöður sem gerðar eru niður við gólf, sitjandi og liggjandi. Stöðunum er haldið í mýkt og slökun í 3-5 mín. Markmiðið er að losa um uppsafnaða spennu, næra djúpvefi, bein og liðamót.

Stöðurnar eru stuttar núvitundarhugleiðslur sem efla vellíðan með því að taka eftir því sem gerist innra með okkur með væntumþykju. Þú verður meðvitaðri um tilfinningar, hugsanir og því sem þú finnur fyrir í líkamanum með núvitundarþjálfun.

Farið er varlega í og úr stöðunum, athyglinni beint að andardrættinum og notið þess að hlúa að líkama og sál.

Það er gott að byrja á því að halda stöðunni í 3 mín og auka svo tímann og dýpka stöðuna eftir því sem þú ferð oftar í Yin Yoga.  

Áherslan í þessum tíma er á miðju líkamans, mjaðmirnar, hlúum að hryggjarsúlunni og í lokin er góð slökun.  

Hrafnhildur Sævarsdóttir, íþrótta- og yogakennari leiðir tímann. Unnið í samstarfi við Saga story house.