Kyrrðarganga - Náttúran er konfektkassi njóttu hennar með öllum skynfærunum þínum
Kyrrðarganga er róleg ganga í þögn þar sem þú leyfir þér að vera, sjá og heyra, snerta og finna lykt af náttúrunni.
Kyrrðargöngur
Hvar finnst þér gott að ganga? Oft göngum við okkar vanabundna hring í okkar vanabundna göngutakti eða strunsum til að koma blóðinu á hreyfingu og komast yfir sem mesta vegalengd á sem stystum tíma. Sem er frábært! En hvað gerist ef við hægjum á?
Kyrrðarganga (Mindfuld Walking) er róleg ganga í þögn þar sem þú leyfir þér að vera; sjá og heyra, snerta, finna lykt og taka eftir andardrætti þínum. Kyrrðargöngur með núvitundaræfingum geta haft jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan, streitulosun og endurheimt.
Unnið í samvinnu Krabbameinsfélagsins og Saga story house sem er heilsueflandi fræðslufyrirtæki í eigu Guðbjargar Björnsdóttur, sem er iðjuþjálfi, með Ma-diplomu í jákvæðri sálfræði, og Ingibjargar Valgeirsdóttur, sem er með MBA, Ma - diplomu í jákvæðri sálfræði, og BA - uppeldis- og menntunarfræði.

