Beint í efni

Taktu prófið! Munn­tób­ak

Munntóbaksneysla hefur aukist gífurlega síðustu árin. Um 5% karla nota tóbak í nef og um 5% taka það í vör. Tóbaksnotkun er algengust hjá ungum körlum en 23% karla á aldrinum 18-24 ára taka tóbak daglega í vör. Um 26% þeirra sem nota reyklaust tóbak reykja einnig sígarettur.

Munntóbak

1 Í munntóbaki má finna kjarnorkuúrgang, blásýrusalt og efni til að búa til múmíur.

2 Efnin í munntóbaki fara einungis til heilans og hafa þar áhrif á boðefnaskipti heilans.

3 Flestum sem byrja að fikta við tóbak finnst það gott til að byrja með.

4 Af þeim sem byrja ungir að nota tóbak sjá 80% þeirra sem eru um tvítugt eftir því að hafa byrjað.

5 Tóbak hefur verið tengt við ímyndina um að vera hraustur og fullorðins.

6 Nikótín í munntóbaki eykur losun dópamíns í heilanum.

7 Nikótín í munntóbaki fækkar svonefndum bollum (boðefnaviðtökum) í heilanum sem taka við nikótíni.

8 Því yngri sem maður byrjar að fikta, því ólíklegri er maður til að ánetjast tóbaki.

9 Munntóbak er þekktur áhættuþáttur fyrir einu krabbameini, í munnholi.

10 Nikótín eykur hjartsláttartíðni og blóðþrýsting, sem getur valdið hjartsláttartruflunum.

Hættu nú al­veg!

Notar þú munntóbak og vilt hætta? Þú nærð betri árangri með því að fá hjálp. Hringdu í Reyksímann í síma 800 6030 og fáðu ráðgjöf eða lestu um málefnið inni á heilsuveru. Ýmsir aðilar og samtök bjóða námskeið og regluleg viðtöl, til dæmis Krabbameinsfélag Höfuðborgarsvæðisins í síma 540 1900 . Einnig er hægt að senda fyrirspurn á reykleysi@krabb.is. Þá er ávallt hægt að leita til læknis eða hjúkrunarfræðings.