Beint í efni

Taktu prófið! Brjósta­krabba­mein

Kannaðu þekkingu þína á ýmsum þáttum varðandi brjóstakrabbamein.

Myndskreyting með staðsetningu brjóstakrabbameina

1 Konur sem mæta reglulega í skimun fyrir brjóstakrabbameini þurfa ekki að þreifa brjóstin reglulega.

2 Verkir og eymsli eru algengustu einkenni brjóstakrabbameins.

3 Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum.

4 Í flestum tilfellum eru erfðir ekki stærsti áhrifaþáttur í þróun brjóstakrabbameins.

5 Kvenhormón eiga oft þátt í myndun brjóstakrabbameins.

6 Hnútur í brjósti er oftast krabbamein.

7 Tíðni brjóstakrabbameins byrjar að hækka eftir 25 ára aldur.

8 Áfengisneysla tengist ekki auknum líkum á brjóstakrabbameini.

9 Karlmenn geta fengið brjóstakrabbamein.

10 Regluleg hreyfing er verndandi gegn brjóstakrabbameinum.

11 Einstaklingur sem lifir heilbrigðu lífi getur ekki fengið brjóstakrabbamein.

12 Flestir sem greinast með brjóstakrabbamein læknast.