© Mats Wibe Lund

Breiðfirðingar

Krabbameinsfélag Breiðfirðinga var stofnað 19. október 2005 að Laugum í Sælingsdal og eru félagsmenn um 35 talsins. Aðalfundir eru haldnir árlega til skiptis í Reykhólahreppi og Dalabyggð. Formaður félagsins er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Starfsemi 2018

Við styðjum krabbameinssjúklinga og aðstandendur í okkar heimabyggð, ýmist með fjárframlögum og/eða greiðslu á húsaleigu í Reykjavík fyrir þá sem þurfa að dvelja þar vegna veikinda eða rannsókna. Enn einu sinni sendum við s.l. sumar auglýsingu um þetta á hvert heimili á okkar svæði. Einnig eru upplýsingar um félagið og starfsemina á vef sveitarfélaganna.

 Við höldum árlega fræðslufund um krabbamein og venjulega í tengslum við aðalfundinn. Að öðru leyti er starfið fólgið í ýmsum fjáröflunum, seljum t.d. minningarkort og jólakort sem stjórnarmenn sjá um. Einnig hafa handverksmarkaðir í Búðardal og Króksfjarðarnesi tekið ýmislegt í sölu fyrir okkur. Þá sjáum við um að lýsa upp stofnanir á Reykhólum og Búðardal með bleiku ljósi í október. Enginn starfsmaður er á launum hjá félaginu.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir 


Var efnið hjálplegt?