© Mats Wibe Lund

Breiðfirðingar

Krabbameinsfélag Breiðfirðinga var stofnað 19. október 2005 að Laugum í Sælingsdal og eru félagsmenn um 35 talsins. Aðalfundir eru haldnir árlega til skiptis í Reykhólahreppi og Dalabyggð. Formaður félagsins er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Starfsemi 2019

Aðalfundurinn árið 2019 var haldinn 10. apríl, kl 17:00 í Rauða-Kross húsinu í Búðardal.

Þar voru kynntir ýmsir fræðslubæklingar sem K.Í. gefur út. Þar mætti einnig Guðmundur Pálsson vefstjóri K.Í. sem kynnti Karlaklefann og margskonar tölfræði krabbameinsrannsókna og var erindi hans bæði fróðlegt og skemmtilegt. Fundinn sóttu 12 manns. Tveir stjórnarfundir voru haldnir á árinu og nokkrir símafundir. Jóna Valgerður Kristjánsdótir mætti á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands.

Árlega sendum við auglýsingu inn á hvert heimili á svæðinu þar sem við kynnum íbúðir fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur sem K.Í á í Reykjavík og jafnframt að við greiðum alla húsaleigu þeirra sem þar dvelja af okkar félagssvæði þegar þeir þurfa á að halda vegna krabbameinsmeðferðar eða rannsókna í Reykjavík. Einnig greiðum við fyrir fólk sem þarf að vera á sjúkrahóteli Landsspítalans. Þær upplýsingar eru einnig á vef sveitarfélaganna. Þremur sjúklingum voru veittir peningastyrkir á árinu. Reykhólakirkja var lýst upp með bleiku ljósi í október og einnig Mjólkurstöðin í Búðardal.

Til fjáröflunar seljum við jólakort , minningarkort , bleiku slaufuna og ýmsan varning við ýmis tækifæri. Einnig höfum við sölubás hjá Handverksfélaginu Össu sem er með verslun í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi á sumrin og jólasölu í desember. Þá hafa verslanir á svæðinu selt bleiku slaufuna og Mottu-Mars sokka. Enginn starfsmaður er á launum hjá félaginu.

Félagsgjald er 2.000 kr.

Eitt kvenfélag er styrktaraðili.

 

Starfsemi 2018

Við styðjum krabbameinssjúklinga og aðstandendur í okkar heimabyggð, ýmist með fjárframlögum og/eða greiðslu á húsaleigu í Reykjavík fyrir þá sem þurfa að dvelja þar vegna veikinda eða rannsókna. Enn einu sinni sendum við s.l. sumar auglýsingu um þetta á hvert heimili á okkar svæði. Einnig eru upplýsingar um félagið og starfsemina á vef sveitarfélaganna.

 Við höldum árlega fræðslufund um krabbamein og venjulega í tengslum við aðalfundinn. Að öðru leyti er starfið fólgið í ýmsum fjáröflunum, seljum t.d. minningarkort og jólakort sem stjórnarmenn sjá um. Einnig hafa handverksmarkaðir í Búðardal og Króksfjarðarnesi tekið ýmislegt í sölu fyrir okkur. Þá sjáum við um að lýsa upp stofnanir á Reykhólum og Búðardal með bleiku ljósi í október. Enginn starfsmaður er á launum hjá félaginu.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir 


Var efnið hjálplegt?