Mildi 2025
Viðburðurinn Mildi 2025 fer fram í fallegu umhverfi veislu- og viðburðastaðarins Sjálands sem stendur á glæsilegum stað við sjávarsíðuna í Garðabæ. Þar mynda hafið og róin kjörinn bakgrunn fyrir kvöld fullt af vellíðan, samveru og sjálfsumhyggju. Viðburðurinn fer fram fimmtudaginn 30. október.
Markmið
Markmið viðburðarins er að gefa 100 konum tækifæri til að koma saman, slaka á og næra líkama og sál og í leiðinni láta gott af sér leiða.
Áhersla kvöldsins verður að hægja á, sýna sér mildi, leita inn á við og næra sálina í rólegu og kærleiksríku umhverfi.
Kvöldið sameinar rólegt jóga – yin og nidra, ásamt léttri hreyfingu þar sem lögð verður áhersla á öndun og að sleppa tökunum. Allar geta tekið þátt og er ekki nauðsynlegt að hafa reynslu af jóga.
Einnig verður farið í kærleikshugleiðslu og dýpri hlustun um leið og við njótum fallegrar samveru.
Allir sem að verkefninu koma gefa vinnu sína, og allur ágóði rennur óskiptur til Bleiku slaufunnar.



Umsjón og framkvæmd
Verkefnið er unnið að frumkvæði Lilju Ketilsdóttur og Jönu Steingrímsdóttur en þær sjá líka um undirbúning og framkvæmd þessa góðgerðarviðburðar.
- Lilja er jógakennari, markþjálfi og með diplómu í jákvæðri sálfræði.
- Jana er jógakennari, heilsukokkur og heilsumarkþjálfi.
Saman skapa þær einstaka upplifun þar sem mildi, kærleikur og vellíðan eru í fyrirrúmi.
Kaupa miða
Miðaverð er aðeins kr. 10.990 og rennur allur ágóði verkefnisins til Bleiku slaufunnar. Miðar fást í vefverslun Krabbameinsfélagsins

Dagskrá fimmtudaginn 30. október
- 18:00 – Húsið opnar. Gestum verður boðið upp á léttar veitingar, heilsumola frá Jönu í boði Muna og drykki frá Kristal og Feel Iceland, notalegt spjall og ljúfa tóna.
- 19:00 – Opnað verður inn í stóra salinn þar sem formleg dagskrá kvöldins hefst og veglegir gjafapokar bíða þátttakenda með ýmsum glaðningi frá styrktaraðilum verkefnisins.
- Stutt ávarp um Bleiku slaufuna, Krabbameinsfélagið og mikilvægi þess að hlúa að sér.
- Tónlistaratriði frá okkar ástkæru Ragnheiði Gröndal sem færir okkur ljúfa tóna.
- Fræðsla frá Sigrúnu hjá Happy Hips um Vagus-taugina – eina mikilvægustu taug líkamans, oft kölluð bremsan. En þegar hún er sterk og virk stuðlar hún að jafnvægi í líkamanum.
- Öndun og hugleiðsla sem leiðist mjúklega yfir í yin jóga í bland við mjúkt hreyfiflæði.
- Leidd kærleikshugleiðsla og Nidra
- Tónheilun með gongi og fleiri hljóðfærum í boði Áshildar Hlínar.
- 21:00 – Dregið verður í veglegu happdrætti þar sem er til mikils að vinna þar sem fjöldinn allur af fyrirtækjum hefur lagt sitt af mörkum í góðgerðarskyni.
- Að lokinni dagskrá í sal verður gestum boðið að koma aftur inn í fremri salinn til að spjalla og njóta samveru.
- 22:00 – Viðburði lýkur.
Lilja og Jana færa öllum styrktaraðilum verkefnisins, sem eru nefndir hér á eftir, sínar bestu þakkir, án þeirra hefði þetta ekki getað orðið að veruleika.
Styrktaraðilar
- Cintamani
- Circolo
- Danól
- Ella Stína vegan
- Feel Iceland
- Fitnesssport
- Go move Iceland
- Greenfit
- Happy hips
- Heildræn heilsa
- Herjólfsgufan
- Ice Herbs
- Kenzen
- Kristall
- Life track Iceland
- Lyfja
- Móar
- Muna
- Primal
- Pure Deli
- Reynir Grétarsson
- Saffran
- Sjáland
- Sjöstrand
- Sóley Organic
- Tilveran
- Úrval Útsýn
- Way of life
Styrkja Bleiku slaufuna og starf Krabbameinsfélagsins
Starf Krabbameinsfélagsins er fyrir fólkið í landinu og rekið fyrir styrki frá almenningi og fyrirtækjum. Með þínum stuðningi náum við enn meiri árangri. Það eru margvíslegar leiðir sem hægt er að fara fyrir þá sem vilja styrkja Bleiku slaufuna og starf Krabbameinsfélagsins.
