Beint í efni
Reynir

Takk Reyn­ir Garðar Brynj­ars­son

Reynir Garðar Brynjarsson er þekktur fyrir að fá skemmtilegar hugmyndir og láta þær rætast.

Einn októbermánuð fyrir nokkrum árum var hann að keyra í vinnuna og hugsaði Krabbameinsfélagið er bara hérna í Skógarhlíðinni. Og fékk þá skyndihugmynd að kíkja við og athuga hvort hann gæti ekki fengið kassa af slaufum til að selja í hádegishléinu á sínum vinnustað, Landhelgisgæslunni, sem hann hefur nú gert í nokkur ár.

Það má í raun segja að þessi skyndiákvörðun Reynis hafi undið hressilega upp á sig í ár þegar hann fékk vini sína í lið með sér og þeir settu einnig upp bleika popp-up búð í hádeginu á sínum vinnustöðum.

Reynir segir það hafa verið alveg magnað hvað allir voru til í þetta og tóku vel í þetta framtak og að það hafi myndast alveg geggjuð stemming. Hann segir fólk upp til hópa vera gott fólk og vilji láta gott af sér leiða en við gleymum okkur svolítið í amstri dagsins. Það að gera fólki kleift að láta gott af sér leiða, í hádegishléinu á sínum vinnustað, hafi verið hans leið til gefa fólki tíma til að taka þátt og hjálpa til – því það er svo ótrúlega gott fyrir hjartað. Reynir vonar að fleiri taki hann til fyrirmyndar.

Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum Reyni fyrir einstakan dugnað og elju við fjáröflun Bleiku slaufunnar undanfarin ár.

Hlutverk sjálfboðaliða er ómetanlegt í starfsemi félagsins.