Saga Katarzynu Leszczyńska: Samstaðan þýðir fyrir mig frelsi frá þessum veikindum
Katarzyna Leszczyńska greindist árið 2022 með krabbamein í eggjastokkum sem var búið að dreifa sér til annarra líffæra. Fyrst leið henni eins og best væri að takast á við veikindin ein og óstudd, en eftir aðgerðina leitaði hún til Krabbameinsfélagsins eftir aðstoð og segist eilíflega þakklát fyrir allt fólkið sem vinnur þar. Hún segir jafningjastuðning mikilvægan vegna þess að fólk sem þekki veikindin af eigin raun skilji betur upplifun þeirra sem eru að glíma við krabbamein.
Katarzyna Leszczyńska greindist árið 2022 með krabbamein í eggjastokkum sem var búið að dreifa sér til annarra líffæra. „Þegar ég fékk að vita að ég hefði greinst með krabbamein í eggjastokkum sem hafði dreift sér til annarra líffæra, þá hrundi líf mitt.“ Hennar fyrstu viðbrögð voru að vilja takast á við það ein og óstudd, en eftir aðgerðina tók hún ákvörðun um að sækja stuðning til Krabbameinsfélagsins.
„Eftir aðgerðina fékk ég þær upplýsingar að ég gæti leitað til Krabbameinsfélagsins og fengið aðstoð á pólsku og ég er eilíflega þakklát fyrir allt fólkið sem vinnur þar.“
Hjá Krabbameinsfélaginu er pólskur hópur sem hittist einu sinni til tvisvar í mánuði og segir Katarzyna jafningjastuðninginn vera mjög mikilvægan. Þar hittist fólk og ræði um vandamál sín og upplifun, hvernig því líði og hvernig samfélagið taki því.
„Fólk með krabbamein skilur aðra sem eru með krabbamein betur en fjölskylda og vinir skilja, og það er mjög mikilvægt fyrir okkur.“
Katarzyna fékk mikinn stuðning frá fjölskyldunni sinni, kunningjum og vinum en það kom henni í opna skjöldu hversu mikinn stuðning hún fékk einnig frá vinnufélögum sínum. Þessi stuðningur og samstaðan sem er fólgin í Bleiku slaufunni þýðir fyrir hana frelsi frá veikindunum.
Viðtalsupptaka Katarzynu Leszczyńska: