Beint í efni
BleikurLeikur-FH-01

Blás­ið til veislu í Kapla­krika 24. sept­em­ber. Bleik­ur leik­ur FH!

Sunnudaginn 24. september verður blásið til veislu í Kaplakrika!

Það verður blásið til veislu í Kaplakrika sunnudaginn 24. september fyrir stórleik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla. Þriðji búningur liðsins var kynntur til leiks með glæsilegu myndbandi fyrr í sumar. Búningarnir hafa strax vakið mikla athygli enda hefur bleiki liturinn hingað til ekki tengst sögu FH. Ástæðan fyrir litavalinu er þó afar góð þar sem 500 krónur af öllum seldum treyjum renna óskiptar til Krabbameinsfélags Íslands. Treyjan hefur selst einstaklega vel og því um að gera að tryggja sér eintak áður en það verður of seint.

FH lofar geggjaðri stemningu í Kaplakrika á sunnudaginn og hefst dagskráin kl. 12:00 þar sem bleiki liturinn verður í aðalhlutverki.