Beint í efni
IMG_2998

4. októ­ber: Bleikt boð - Hönn­uð­ir x Höf­uð­stöð­in

Komdu í eitt bleikasta partý ársins !

Í tilefni útgáfu Bleiku slaufunnar árið 2023 hafa hönnuðir slaufunnar í ár og Höfuðstöðin sameinað krafta sína ásamt fjölda fyrirtækja til þess að fagna útgáfu slaufunnar með einu bleikasta partýi ársins.

Þér og þínum er boðið að fagna Bleiku slaufunni með okkur í Höfuðstöðinni miðvikudaginn 4.október kl 18.Hönnuðir Bleiku slaufunnar í ár eru gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir Olesen eigandi by lovisa skartgripir og Unnur Eir eigandi Eir og gullsmiður í Meba. Þetta er í annað sinn sem þær hanna slaufuna og var markmiðið í ár að hanna bleikustu slaufuna hingað til og því mun partýið að sjálfsögðu vera í takt við það.

Höfuðstöðin verður sett í bleikan búning í tilefni dagsins með aðstoð dásamlegra fyrirtækja sem koma að viðburðinum.
Dj Dóra Júlía mun halda uppi bleikri stemningu eins og henni einni er lagið og verða léttar veitingar og veigar í boði

Krabbameinsfélagið mun vera á staðnum og stendur til boða að kaupa Bleiku slaufuna og sparislaufuna. Þetta er því tilvalið tækifæri til þess að fagna með okkur í fallegu bleiku umhverfi, hitta hönnuðina og versla slaufuna í leiðinni.
Gestum stendur einnig til boða að skoða Chromo Sapiens sem er listasýning eftir Hrafnhildi Arnardóttur.

Sjá nánari upplýsingar hér í Facebookviðburði.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Bleikar kveðjur
Lovísa og Unnur Eir

Sérstakar þakkir fara til þeirra fyrirtækja sem koma að viðburðinum:
Höfðustöðin, Vínráð, 17 sortir, Blómahönnun, Balún, Prentsmiður, Hulan, Kólus, Dj Dóra Júlía og Rent a party.