Bleik miðnæturopnun í Smáralind
Bleik Miðnæturopnun verður sannkölluð hátíð þar sem góð kaup, gleði og góðgerðarstarf sameinast í eitt. Frábær tilboð verða um allt hús allan daginn, bleik stemning og risa happdrætti til styrktar Bleiku slaufunni.
Happdrættismiðar verða til sölu við Bleiku búðina á milli Pennans Eymundssonar og Söstrene Grene. Miðinn kostar aðeins 1.500 kr. og rennur öll upphæðin til Bleiku slaufunnar. Yfir 100 stórglæsilegir vinningar verða svo dregnir út þann 3. október. Þar á meðal 100.000 kr. gjafakort frá Smáralind, flugmiðar frá Play, gisting á Hótel Rangá og Hótel Örk, Dyngju dúnúlpa frá 66° Norður, Flowerpot lampi frá Epal ásamt gjafabréfum og vörum frá fjölda verslana í Smáralind og fleiri flottum fyrirtækjum. Kynntu þér allt um vinningana hér: https://www.smaralind.is/.../frett/her-er-risa-happdraetti
Á göngugötunni verður heilmargt um að vera. Pop-up verslun Krabbameinsfélagsins "Bleika búðin" mun selja Bleiku slaufuna og bleikan varning til stuðnings málefnisins. Dj. Dóra Júlía mun spila stemnings tónlist og Una Torfa tekur lagið kl. 20, fyrir og eftir ávarp Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins.
Að auki verður boðið upp á fjölmargar spennandi vörukynningar, svalandi drykki og gómsætt smakk. Komdu og njóttu þess að versla, borða og upplifa skemmtilega stemningu til stuðnings Bleiku slaufunni!
Allar nánari upplýsingar um tilboðin og dagskrána eru að finna hér: https://www.smaralind.is/her-er-midnaeturopnun
Sýna minna