© Mats Wibe Lund

Austurland

Fljótsdalshérað, Fljótsdalshrepp, Bakkafjörð, Vopnafjörð, Borgarfjörð eystra og Seyðisfjörð.

Helstu verkefni félagsins eru aðstoð við krabbameins­greinda einstaklinga sem þurfa dvelja langdvölum að heiman vegna meðferðar. Jafningjastuðningur er að jafnaði tvisvar sinnum í mánuði yfir vetrartímann í húsnæði félagsins í Dynskógum 4 neðri hæð.

Formaður félagsins er Kristjana Sigurðardóttir

Erindum til félagsins skal beint til formanns netfang: austurland@krabb.is, sími 852-3446.

Starfsemi 2021

Stjórn

Formaður:

Gjaldkeri: Kristjana Björnsdóttir

Ritari: Jóna Björg Sveinsdóttir

Meðstjórnendur: Ragnhildur Sveina Árnadóttir og Ásdís Sigurjónsdóttir

Aðalfundur var haldinn þann 7. júní 2021 í Hlynsdölum Egilsstöðum.

Ekki náðist að finna formann í stað Björgvins Kristjánssonar sem ekki gaf kost á áframhaldandi setu í stjórn. Einnig vantaði meðstjórnanda í stað Karólínu Ingvarsdóttur sem flutti af svæðinu.

Ragnhildur Sveina Árnadóttir kom ný inn í stjórnina sem meðstjórnandi.

Starfsemi

Starfsemi félagsins var meiri en mörg undangengin ár, ber þar helst að nefna jafningjastuðning sem var veittur aðra hverja viku frá þvi í september. Félagið fékk aðstöðu í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju og má segja að vel hafi tekist til. Stuðningurinn var fyrir konur og þær konur sem nýttu sér samveruna voru mjög ánægðar. Í desember bauð félagið hópnum á Bókakaffi í Fellabæ þar sem við fengum okkur veitingar og tónlistafólk kom og gladdi okkur söng og hljóðfæraleik, allir gáfu vinnu sína.

Það sem helst hamlar starfsemi félagsins er að ekki hefur fengist formaður til starfa en stjórnin reynir þó sitt besta til að félagið geti starfað.

Í bleikum október bauð séra Þorgeir Arason sóknarprestur í Egilsstaðaprestakalli félaginu að kynna starfsemi sína í ,,bleikum“ messum. Kristjana talaði fyrir hönd félagsins í Egilsstaða- og Bakkagerðiskirkju og Auður Vala Gunnarsdóttir sagði frá reynslu sinni af því að greinast með krabbamein og ná bata.

Það var mikill fengur fyrir félagið af fá Ragnhildi Sveinu í stjórnina, hún er afar kraftmikil og drífandi og hefur að mestu séð um jafningjahittinginn og einnig að halda lífi í facebook síðunni.

Stefnt er að auknu samstarfi félaganna á Austurlandi og ber að þakka Hrefnu Eyþórsdóttur formanni Krabbameinsfélags Austfjarða velvilja og stuðning við stjórnarkonur.

Félagið nýtur mikils velvilja á svæðinu og vonandi næst að nýta hann með aðstoð KÍ og Evu Írisar Eyjólfsdóttur sem við bjóðum velkomna til starfa.

Greiddir dvalar- og ferðastyrkir til félagsmanna voru samtals kr:1.158.224 til alls 10 félaga.

Veraldlegar eigur eru geymdar hjá gjaldkera sem sér alfarið um fjármál félagsins.

Stjórn

Starfsemi 2020

Stjórn
Formaður: Björgvin Kristjánsson
Gjaldkeri: Kristjana Björnsdóttir
Ritari: Jóna Björg Sveinsdóttir
Meðstjórnendur: Karólína Ingvarsdóttir og Ásdís Sigurjónsdóttir

Ársskýrsla barst ekki frá félaginu að þessu sinni.

Starfsemi 2019

Krabbameinsfélag Austurlands 700993-2489 var stofnað 19. apríl 1970 og er starfssvæði þess Vopnafjörður, Borgarfjörður, Seyðisfjörður og Fljótsdalshérað. Á árinu 2019 greiddu 144 félagar árgjald.

Starfssemi félagsins var í mikilli lægð á árinu 2019. Á haustdögum var ákveðið að segja upp samningi við fjölskylduráðgjafa sem starfað hafði hjá félaginu s.l. tvö ár sem og aðstöðu sem félagði hafði á leigu. Þjónusta fjölskylduráðgjafa var mjög illa nýtt og skilaði ekki því sem vænst var.

Félagið nýtur mikils velvilja á svæðinu og vonandi næst að nýta hann með aðstoð KÍ og Evu Írisar Eyjólfsdóttur sem við bjóðum velkomna til starfa.

Félaginu bárust gjafir að upphæð kr: 807.134 og vert er að geta þess að 10 ára stúlka, Árný Birna Eysteinsdóttir, færði félaginu 146.421 krónur sem hún safnaði með því að gera listaverk úr perlum og selja.

Greiddir dvala- og ferðastyrkir til félagsmanna voru samtals kr: 1.191.839.

Veraldlegar eigur eru geymdar hjá gjaldkera sem sér alfarið um fjármál félagsins.

Stjórn félagsins skipa: Björgvin Kristjánsson formaður, Jóna Björg Sveinsdóttir ritari, Kristjana Björnsdóttir gjaldkeri, Karólína Ingvarsdóttir og Ásdís Sigurjónsdóttir meðstjórnendur.

Kristjana Björnsdóttir gjaldkeri bakkavegur@simnet.is


Starfsemi 2018

Hvíldarhelgi í KMA við Eiðavatn þar sem krabbameinsgreindum og mökum þeirra var boðið  uppá ýmiskonar fræðslu og meðferðir í bland við skemmtun og spjall. Greiðslur dvalarkostnaðar þeirra sem dvelja þurfa fjarri heimili vegna meðferða voru á meðal verkefna. Fjölskylduráðgjafi starfaði hjá félaginu sem verktaki og var gert ráð fyrir 8 kls. á mánuði hið minnsta og leigði félagið aðstöðu hjá STARFA að Miðvangi á Egilsstöðum. Gjaldkeri sá alfarið um fjármál félagsins.

Kristjana Björnsdóttir gjaldkeri 


Var efnið hjálplegt?