© Mats Wibe Lund

Austurland

Krabbameinsfélag Austurlands var stofnað 20. apríl 1970 og eru félagsmenn um 140 talsins. Starfssvæði félagsins nær yfir Vopnafjörð, Borgarfjörð eystra, Seyðis­fjörð, Fljótsdalshrepp og Fljótsdalshérað. Helstu verkefni félagsins eru aðstoð við krabbameins­greinda einstaklinga sem þurfa að ferðast frá heimabyggð og dvelja langdvölum að heiman vegna meðferðar. Formaður félagsins er Björgvin Kristjánsson.

Erindum til félagsins skal beint til Kristjönu Björnsdóttur gjaldkera, netfang: bakkavegur@simnet.is, sími 680 8884 .

Starfsemi 2018

Hvíldarhelgi í KMA við Eiðavatn þar sem krabbameinsgreindum og mökum þeirra var boðið  uppá ýmiskonar fræðslu og meðferðir í bland við skemmtun og spjall. Greiðslur dvalarkostnaðar þeirra sem dvelja þurfa fjarri heimili vegna meðferða voru á meðal verkefna. Fjölskylduráðgjafi starfaði hjá félaginu sem verktaki og var gert ráð fyrir 8 kls. á mánuði hið minnsta og leigði félagið aðstöðu hjá STARFA að Miðvangi á Egilsstöðum. Gjaldkeri sá alfarið um fjármál félagsins.

Kristjana Björnsdóttir gjaldkeri 


Var efnið hjálplegt?