Taktu þátt
Allir geta tekið þátt í Styrkleikunum!
Viðburðurinn er opinn öllum sem vilja sýna stuðning í verki. Fjölskyldur, vinahópar, fyrirtæki og félagasamtök geta skráð sig sem lið og unnið saman að því að hafa fulltrúa á hreyfingu með boðhlaupskefli allan sólarhringinn. Algengt er að liðsfélagar skiptist á að ganga í einn til tvo tíma í senn. Þetta er ekki keppni heldur snúast Styrkleikarnir um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein.
Hér getur þú stofnað lið eða skráð þig í ákveðið lið.
- Landsliðið
- Áfram Árborg
- Fjallafjör
- Fólkið hennar Birnu
- Guffi gengur
- Gullmolar
- Jötunheimar
- Krabbameinsfélag Árnessýslu
- KraftBrennzlu iðkendur
- Liðið hennar Lillu
- Lindexliðið
- Soroptimistasystur
- Team Árborg
- Team Lille P
- Verkís
- Viðbragðsaðilar Árnessýslu
Liðin gefa lífinu lit!
Liðin og einstaklingarnir í liðunum er það sem gefur viðburðinum lit. Styrkleikarnir eru kjörið tækifæri til þess að hrista saman fjölskyldur og hópa með sameiginlegt markmið. Hvert lið ákveður hversu mikið það vill leggja í sína þátttöku en því meira sem liðið vinnur saman að því að gera viðburðinn einstakan því stærri verður upplifunin fyrir hvern og einn.