Taktu þátt

Allir geta tekið þátt í Styrkleikunum!

Viðburðurinn er opinn öllum sem vilja sýna stuðning í verki. Fjölskyldur, vinahópar, fyrirtæki og félagasamtök geta skráð sig sem lið og unnið saman að því að hafa fulltrúa á hreyfingu með boðhlaupskefli allan sólarhringinn. Algengt er að liðsfélagar skiptist á að ganga í einn til tvo tíma í senn. Þetta er ekki keppni heldur snúast Styrkleikarnir um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein.

Hér er hlekkur á skráningasíðuna fyrir Styrkleikana

#1 Búa til aðgang að skráningarsíðunni.

Skráningarsíðan þín verður svo persónuleg aðgangssíða fyrir þig þar sem þú getur safnað styrkjum fyrir rannsóknum á krabbameinum ásamt stuðningi og þjónustu við einstaklinga sem hafa greinst og aðstandendur þeirra.

#2 Skrá nýtt lið til leiks eða skrá sig í lið sem þegar er skráð.

Til þess að skrá nýtt lið þarf að ýta á "hefja söfnun" hnappinn á síðunni. Þar á eftir þarf að velja viðburð til þess að "skrá lið". Þegar þangað er komið þarf að velja "teymi" og fylla út þær upplýsingar sem vantar.

Til þess að skrá sig í þegar skráð lið þarf að finna liðið í listanum og velja "viltu ganga í liðið". Fylla svo út þær upplýsingar sem beðið er um.

Ekki gleyma að setja skemmtilegar myndir á bæði einstaklings og liðasíðurnar sem eru lýsandi fyrir þátttakendurna.

#3 Að lokinni skráningu má deila síðunni á samfélagsmiðlum

Til þess að fá fleiri í liðið er hægt að deila síðunni áfram bæði í tölvupósti með QR kóða eða á samfélagsmiðlum með því að notast við viðeigandi tákn fyrir neðan skráningarmyndina. Þetta á bæði við einstaklingssíður og liðasíður.


Liðin gefa viðburðinum líf!

Liðin og einstaklingarnir í liðunum er það sem gefur viðburðinum lit. Styrkleikarnir eru kjörið tækifæri til þess að hrista saman fjölskyldur og hópa með sameiginlegt markmið. Hvert lið ákveður hversu mikið það vill leggja í sína þátttöku en því meira sem liðið vinnur saman að því að gera viðburðinn einstakan því stærri verður upplifunin fyrir hvern og einn.

Liðsstjórinn sér um að halda utanum liðið á Styrkleikunum og í aðdraganda viðburðarins. Liðsstjórinn fær einnig praktískar upplýsingar sendar í tölvupósti vikurnar fyrir viðburðinn.