Beint í efni

Örfá at­riði um mat­ar­æði í kring­um æf­ingu

Mörg sem hlaupa þekkja vanlíðanina sem fylgir því að hafa borðað of lítið eða of mikið fyrir hlaupaæfingu. Í erli dagsins er oft erfitt að hitta akkúrat á rétt magn af mat og á réttan tíma þannig maturinn sé ekki til traffala heldur til stuðnings á hlaupaæfingu dagsins. 

Hér eru nokkrir punktar til að hafa bak við eyrað varðandi næringu í kringum hlaupaæfingu: 

  1. Ef æfing er til dæmis kl. 17 þá er um að gera að borða bara venjulega máltíð í hádeginu. Langmest af matnum er þá farið úr maga í næsta hluta meltingarvegar, smáþarma, og því er ólíklegra að maturinn „þvælist fyrir“ ef svo má að orði komast.  
  1. Létt millimál í kringum kl. 15:30 ef hádegismat lauk ekki síðar en kl. 13 hentar vel til þess að halda blóðsykri stöðugum og stuðla að því að árvekni og áhugi verði til staðar þegar hlaupaæfing hefst. Þetta getur verð ristuð brauðsneið, lófafylli af hnetum eða miðlungsstór ávöxtur, svo dæmi séu tekin. 
  1. Sumum þykir gott að henda í sig einum litlum/miðlungsstórum banana u.þ.b. 15-30 mínútum fyrir æfingu. 
  1. Oftast er ekki þörf á því að borða á æfingu nema æfingin standi þeim mun lengur yfir (>90 mínútur). Ágæt regla er að hafa vatn með til þess að sötra á en mikilvægi vatns eykst eftir því sem lengur er hlaupið og heitar er í veðri.  
  1. Að lokinn æfingu er gott að fylla sem fyrst á tankinn og gegna vatn og heilsusamlegur heimilismatur þar lykilhlutverki.