Opnir tímar í Jóga Nidra
Opnir tímar í Jóga Nidra, djúpslökun og hugleiðslu.
Jóga Nidra er öflug leið til að kyrra hugann, losa um streitu og auka vellíðan. Iðkunin fer fram í liggjandi slökunarstöðu en hljóðfæri koma einnig við sögu til að dýpka upplifunina. Ávinningurinn getur verið jákvæð og víðtæk áhrif á líkamlega og andlega líðan.
Tímarnir eru ætlaðir þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum.
Leiðbeinendur eru Lóa Björk, hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu, og gestakennarar.
Tímarnir eru alla þriðjudaga og fimmtudaga í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, kl. 11:00 - 11:45.
Skráning nauðsynleg á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.