Beint í efni
Núvitund og samkennd

Nú­vit­und og sam­kennd í eig­in garð (1/4)

Á námskeiðinu verða kenndar ýmsar grunnæfingar í núvitund og samkennd, auk fræðslu, umræðna og heimaverkefna.

Við lærum að tileinka okkur leiðir til að sýna okkur meiri mildi og skilning þegar eitthvað bjátar á í stað gagnrýni.

Námskeiðið er í fjögur skipti í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 1. hæð. Leiðbeinandi er Anna Dóra Frostadóttir, klínískur sálfræðingur. 

Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.