Námskeið - Gott útlit - Betri líðan - Akureyri
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis stendur fyrir snyrtinámskeið ætlað konum sem eru í krabbameinsmeðferð eða hafa nýlega lokið henni. Kristjana Rúnarsdóttir sérfræðingur frá Lancome leiðbeinir um förðun, umhirðu húðar og fleira.
Námskeiðið er eitt skipti og haldin verða tvö námskeið þriðjudaginn 18. nóvember. Fyrri hópur 10-12 og seinni hópur 13-15.
Staðsetning - Námskeiðið er haldið í húsnæði Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 34, 2. hæð.
Skráning í síma 461-1470 eða með því að senda á netfangið kaon@krabb.is. Gefa þarf upp fullt nafn, kennitölu og símanúmer.
Ekkert þátttökugjald.
Terma bíður upp á námskeiðið Gott útlit - betri líðan.
