Ljósaganga á Eldfell - Vestmannaeyjar
Krabbavörn Vestmannaeyja mun standa fyrir hinni árlegu ljósagöngu á Eldfell, fimmtudaginn 20. nóvember kl.18:00.
Fólk hittist við rætur Eldfells við bílastæði er snýr að Helgafelli og mætir með höfuðljós, vasaljós eða ljós á símum.
Gengið verður upp Eldfell, við myndum röð upp Eldfellið með ljósunum þannig að það myndast ljósafoss. Þegar gangan kemur niður af Eldfelli viljum bjóða fólki að koma á Stakkó og þiggja heitt kakó og kveikja á kerti til að minnsta þeirra sem hafa látist úr krabbameini og þá sem eru að glíma við krabbamein. Við verðum með kerti á staðnum. Arnardrangi verður opinn.
Ljósagangan er til að sýna samstöðu, samveru, samtakamátt og til að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein.
Gangan verður farin í hvaða veðri sem er, sem er lýsandi fyrir baráttunni sem einstaklingur þarf að ganga í gegnum. Krabbavörn hvetur alla þá sem vettlingi geta valdið að mæta
