Beint í efni
Að vera aðstandandi

Há­deg­is­er­indi - Að vera að­stand­andi

Það er flestum áfall þegar nákominn greinist með krabbamein og oft hefur það áhrif á ýmsa þætti daglegs lífs.

Aðstandendur þurfa oft að taka á sig ýmis verkefni og hlutverk samhliða því að glíma við eigin tilfinningar. Farið verður yfir tilfinningar og líðan sem eðlilegt er að upplifa sem aðstandandi og þau bjargráð sem mörgum finnst gagnast vel í þessum aðstæðum.

Hádegiserindið - Að vera aðstandandi, verður miðvikudaginn 9. október kl. 12:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8 ásamt því að vera streymt á ZOOM.

Erindið heldur Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.

Skráning og nánari upplýsingar er á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.