Ganga og jákvæð sálfræði
Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins býður félagsfólki sínu, fjölskyldum og vinum í göngu í Elliðaárdalnum með Ingu Berg.
Inga Berg er fjallageit sem elskar að skapa upplifanir á göngum. Hún hefur í nokkur ár boðið upp á námskeið þar sem hún samtvinnar göngur og jákvæða sálfræði. Það er hennar trú að fjallgöngur í góðum félagsskap og með góðu nesti, sé einhver albesta leiðin til að huga að heilsunni. Auk þess hefur hún boðið upp á fjölbreytt verkefni fyrir vinnustaði og fjölbreytta hópa fólks þar sem tvinnaðar eru saman göngur og verkefni úr jákvæðri sálfræði.
Markmið göngunnar er því ekki bara að hvetja til hreyfingar og til heilsubótar og samveru heldur verður jákvæðri sálfræði samtvinnað þar við.
Safnast verður saman við bílastæðið við Hitt húsið áður en haldið verður inn í dalinn.
Boðið verður upp á léttar veitingar að göngu lokinni.
Til að við getum betur áttað okkur á fjölda þátttakenda biðjum við ykkur um að skrá ykkur hér.
Fyrir þau sem vilja gerast félagsfólk í Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins vinsamlegast fyllið út þetta félagaform.