Fyrirlestur á Grundarfirði: Áhrif veikinda á fjölskyldur
Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu, heldur fyrirlestur um áhrif veikinda á fjölskyldur. Fyrirlesturinn fer fram mánudaginn 4. nóvember kl. 18:00 í Fjölbrautarskóla Snæfellinga.
Þorri mun fjalla um þær áskoranir sem aðstandendur og krabbameinsgreindir standa gjarnan frammi fyrir þegar ástvinur greinist með krabbamein. Rætt verður um hvað er eðlilegt að upplifa í hugsunum og tilfinningum í þessum aðstæðum.
Farið verður yfir þætti sem mikilvægt er að hafa í huga til að hlúa að sér og sínum og styrkja sig í aðstæðunum.
Eftir fyrirspurnir og umræður býður Krabbameinsfélag Snæfellsness upp á súpu og brauð ásamt kaffi og sætum mola.