Beint í efni
Kraftur

Að­stand­enda­kraft­ur - Bjargráð fyr­ir að­stand­end­ur

Krabbameinsgreining er líka áfall fyrir aðstandendur, sem eiga það þó til að ýta eigin þörfum til hliðar svo þeir geti verið til staðar fyrir þann sem er veikur.

Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Íslands, verður með erindi um bjargráð fyrir aðstandendur og hve mikilvægt það er að þeir hlúi einnig að sjálfum sér í erfiðum aðstæðum. Við hvetjum öll til að mæta!