Ása Sigríður Þórisdóttir 4. des. 2023

Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Finndu sniðuga útfærslu á því hvernig bera megi fram grænmeti og/eða ávexti og ber á jólalegan og nýstárlegan hátt. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Framsetning er frjáls en getur t.d. verið meðlæti á veisluborð, skemmtilega framsettur veislubakki eða máltíð eða bara hvaðeina sem þér dettur í hug.

Vinningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin:

  • 1. sæti: Bananar gefa 60.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 40.000 kr.
  • 2. sæti: Bananar gefa 25.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 25.000 kr.
  • 3. sæti: Bananar gefa 15.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 15.000 kr.

Einnig verða veitt nokkur aukaverðlaun frá Lemon fyrir skemmtilegar útfærslur.

 

KRA_16332_Jolaleikur_1200x628

 

Reglur:

Nota má hvaða grænmeti, ávexti og ber sem er. Til að festa hluti saman má nota grillprjóna og tannstöngla. Einnig má nota hummus og þeyttan rjóma sem ,,lím“ eða til skreytinga. Flatarmál disks eða bakka má ekki vera meira en 50 x 40 cm.

Hvað þarft þú að gera til að vera með:

  • Skrá þig til leiks á jol@krabb.is fyrir miðnætti 7. desember.
  • Skila þínu framlagi í Hagkaup Smáralind þann 9. desember, milli kl. 11:00 og 12:00, ásamt innihaldslýsingu. Úrslit verða kynnt kl. 13:00. Að því loknu taka keppendur sína diska með heim.

Dómnefnd skipa:

  • Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups, formaður dómnefndar
  • Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
  • Eva Ruza, skemmtikraftur
  • Sjöfn Þórðardóttir, umsjónarmaður matarvefs Mbl.is.

Krabbameinsfélagið, Bananar og Hagkaup áskilja sér rétt til að deila uppskriftum og myndum á miðlum sínum.

 

 

 


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?