Guðmundur Pálsson 5. sep. 2023

Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Krabbameinsfélagið býður til málþings í tilefni alþjóðadags krabba­meins­rannsókna fimmtudaginn 21. september, í húsi Krabbameinsfélagsins, þar sem við ræðum vísindin á mannamáli.


Málþingið hefst kl.16:30 á 1. hæð. Í beinu framhaldi verður síðan boðið upp á léttar veitingar ásamt veggspjaldakynningum á 4. hæð kl.18:00.

Við vonum að allir sem tengjast krabbameinsrannsóknum á Íslandi og hafa áhuga á auknum árangri í baráttunni við krabbamein noti tækifærið og taki þátt í deginum með okkur. Krabbamein varða okkur öll og framfarir verða fyrst og fremst í gegnum vísindastarf.

Þátttaka er gjaldfrjáls og öllum opin en skráning er nauðsynleg. 

Dagskrá:

  • Bráðhress með fjórða stigs sortuæxli - Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum
  • Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins - Áfram veginn - Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins
  • Vísindafólk segir frá rannsóknum sínum - Valgerður Jakobína Hjaltalín og Jón Þórir Óskarsson
  • Vísindi og rannsóknir í krabbameinsþjónustu á Landspítala frá sjónarhóli sérfræðings og notanda - Dr. Sigurdís Haraldsdóttir, dósent við læknadeild HÍ og yfirlæknir á Landspítala og Stefán Heiðar Brynjólfsson

Fundarstjóri: Hlíf Steingrímsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins.

Að loknum erindum flytjum við okkur upp á 4. hæð þar sem fjölbreyttar krabba­meins­rannsóknir verða kynntar á veggspjöldum og gestum bjóðast veitingar.

Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til að fræðast um krabba­meins­rannsóknir og gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Dagurinn er líka gott tækifæri til að undirstrika mikilvægi rannsóknanna, vísindamannanna sem stunda þær og styrktaraðila.

Malthing_althjodadagur_krabbameinsrannsokna_2023-fin

 


Fleiri nýjar fréttir

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?