Guðmundur Pálsson 25. ágú. 2023

Málþing: Bris­krabba­mein og eftir­lit með ein­stak­ling­um í hárri áhættu

Landspítalinn og Krabbameinsfélagið standa að málþingi fimmtudaginn 14. september þar sem íslenskir og erlendir fyrirlesarar fjalla um eftirlit með einstaklingum sem vitað er að eru í hárri áhættu við að fá briskrabbamein, gagnsemi þess, stöðuna hér á landi og fleira.

Briskrabbamein eru erfiðari viðureignar en mörg önnur krabbamein og þrátt fyrir að vera um 2% af þeim krabba­meinum sem greinast á hverju ári hér á landi eru þau fjórða algengasta orsök dauðsfalla af völdum krabbameina.

Um 40 manns greinast með briskrabbamein árlega á Íslandi og svipaður fjöldi deyr úr sjúkdómnum á hverju ári. Afar brýnt er að finna leiðir til að auka lifun þeirra sem fá briskrabbamein, meðal annars með því að greina meinin snemma, þegar skurðaðgerð er líkleg til árangurs.

Ein leiðin til þess er að bæta eftirlit með einstaklingum sem vitað er að eru í hárri áhættu á að fá briskrabbamein. Þetta eru til dæmis einstaklingar sem hafa arfgengar breytingar í genum, s.s. BRCA2, og fjölskyldusögu um bris­krabbamein, sem og fjölskyldur þar sem 3 eða fleiri einstaklingar hafa greinst með briskrabbamein.

Á Landspítala er hafinn undirbúningur að slíku eftirliti.

Á málþinginu sem Landspítalinn og Krabbameinsfélagið standa að, fjalla íslenskir og erlendir fyrirlesarar um eftirlitið, gagnsemi þess, stöðuna hér á landi og fleira.

Málþingið er opið öllum, almenningi jafnt sem fagfólki og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Málþingið fer fram bæði á íslensku og ensku. Fundarstjóri: Hlíf Steingrímsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins.

Dagskrá:

  • 14:00-14:05 Opnunarávarp
  • 14:05- 14:25 Faraldsfræði og meðferð briskrabbameina. Sigurdís Haraldsdóttir MD, PhD, Yfirlæknir krabbameinslækningar, Landspítali – Háskólasjúkrahús, Dósent við Háskóla Íslands
  • 14:25-14:45 Krabbameinsheilkenni á Íslandi – erfðaráðgjöf.
    Vigdís Fjóla Stefánsdóttir, Ph.D., Erfðaráðgjafi Landspítali– Háskólasjúkrahús
  • 14:45-15:05 Stökkbreytigreiningar og notkunarmöguleikar þrívíðra frumulíkana í briskrabbameinum. Bylgja Hilmarsdóttir, Ph.D, Sameindalíffræðingur við meinafræðideild Landspítala
  • 15:05-15:25 Kaffihlé
  • 15:25-15:55 Genetic Counseling in Individuals at High-Risk for Pancreatic Cancer. Jessica Everett, MS, CGC Genetics Counselor, Perlmutter Cancer Center, NY
  • 15:55-16:25 The Pancreatic Cancer Early Detection (PRECEDE) Consortium; Clinical Management of Familial Pancreatic Cancer Patients and their family members. Diane Simeone, M.D., Perlmutter Professor of Surgery and Pathology, NYU Langone, Director of the Pancreatic Cancer Center
  • 16:25-17:00 Umræður

2023-briskrabbamein-malthing-myndin


Fleiri nýjar fréttir

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?