Beint í efni

Vís­inda­sjóð­ur - grein

Upplýsingar um stofnun, starfsemi, skipulag og reglur Vísindasjóðsins ásamt upplýsingum fyrir sjóðsstjórn og Vísindaráð og ársreikningar og ársskýrslur.

Vísindasjóðurinn var stofnaður 16. desember 2015 af Krabbameinsfélagi Íslands, svæðafélögum og stuðningshópum. Jafnframt runnu tvær erfðagjafir inn í sjóðinn; Minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson og sjóður Kristínar Björnsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna. Stofnfé sjóðsins voru rúmar 250 milljónir króna. 

Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 

Með hliðsjón af því stofnframlagi sem kom úr sjóði Kristínar Björnsdóttur er sérstaklega tekið fram að sjóðurinn styrkir rannsóknir krabbameina í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna.

Krabbameinsfélag Íslands fjármagnar sjóðinn með styrkjum og gjöfum frá almenningi og fyrirtækjum.

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands
Kennitala sjóðsins:  620316-1800
Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík

Fyrirspurnum má koma á framfæri á netfangið visindasjodur@krabb.is.

(Hér að neðan kæmu svo upplýsingarnar úr fellilistunum: úthlutanir o.s.frv. eins og gert er hér: Um Vísinda­sjóðinn | Um Vísindasjóð | Krabbameinsfélagið