© Mats Wibe Lund

Snæfellsnes

Krabbameinsfélag Snæfellsness var stofnað 27. september 2005 og eru félagsmenn um 85 talsins. Formaður félagsins er Sveinbjörg Eyvindsdóttir. Félagið tekur þátt í dvalarkostnaði vegna lækninga fjarri heimabyggð fyrir félagsmenn sína. Stuðningshópurinn Von stendur fyrir mánaðarlegum fundum fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. 

Starfsemi 2015-2016

Stuðningshópurinn Von í Grundarfirði hefur eins og undanfarin ár haldið sína mánaðarlegu fundi fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Að venju hefur félagið tekið þátt í dvalarkostnaði vegna lækninga fjarri heimabyggð. Nokkrar beiðnir um aðra fjárstyrki bárust sem hægt var að sinna.

Sveinbjörg Eyvindsdóttir.


Var efnið hjálplegt?