Suðurnes

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins í samstarfi við aðildarfélag Suðurnesja, Reykjanesbæ og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er upplýsinga og stuðningsþjónusta fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og fyrir aðstandendur. Þjónustan er einnig fyrir þá sem hafa misst nákominn úr krabbameini.

Markmið Ráðgjafarþjónustunnar er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi í lífinu við þær breyttu aðstæður sem greining krabbameins veldur.

Starfsmaður frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er í Reykjanesbæ annan hvern föstudag og býður upp á einstaklingsviðtöl í Ráðhúsi Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12. Viðtöl eru fólki að kostnaðarlausu.

Boðið er upp á símaráðgjöf alla virka daga milli kl.9-16 í síma 800 4040, tímapantanir eru á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.

  • Ráðgjafi Krabbameinsfélagsins Kristín Bergsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Ókeypis ráðgjöf á Suðurnesjum