© Mats Wibe Lund

Norðausturland

Krabbameinsfélag Norðausturlands var stofnað 18. ágúst 1970 og endurvakið 2. mái 2006. Félagsmenn félagsins eru um 85 talsins. Starfsemi félagsins hefur að mestu leyti verið bundin við sölu minningarkorta og merkjasölu á starfssvæði félagsins. Formaður félagsins er María Hermundardóttir. 

Starfsemi 2016-2017

Starfsemi félagsins hefur að mestu leyti verið bundin við sölu minningarkorta og merkjasölu á starfssvæði félagsins. Minningarkort Krabbameinsfélagsins er auglýst í auglýsingablaðinu Skeglan, sem dreift er á starfssvæði okkar, þar er vakin athygli á félaginu og bent á Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands.

Aðalfundur félagsins var haldin á Kópaskeri haustið 2016. Stefanía Gísladóttir lét af formennsku þar sem hún flutti til Reykjavíkur.

María Hermundsdóttir.


Var efnið hjálplegt?