Sokkar og súkkulaði
Dróttskátasveitin Víkingar fékk heimsókn frá Krabbameinsfélagsins í gærkvöldi.
Dróttskátasveitin Víkingar fékk heimsókn frá Krabbameinsfélaginu í gærkvöldi. Skátarnir, sem eru á aldrinum 13 - 15 ára eru félagar í Skátafélaginu Landnemar en starfssvæði þess er gamli austurbærinn og Hlíðarnar í Reykjavík.
Tilefni heimsóknarinnar var að veita skátasveitinni viðurkenningu í þakklætisskyni fyrir veitta aðstoð við framkvæmd Mottumarshlaupsins sem fram fór fimmtudaginn 29. febrúar sl. og markaði upphaf Mottumars. Stór hópur sjálfboðaliða lagði hlaupinu til með því að sinna margvíslegum verkefnum og voru þessir spræku skátar á meðal þeirra sem lögðu hönd á plóg.
Fulltrúi Krabbameinsfélagsins kynnti starfsemi félagsins fyrir skátunum, sagði frá Mottumars og markmiðum þess verkefnis og afhenti þeim viðurkenningarskjal í þakklætisskyni fyrir aðstoðina. Skátarnir voru svo að lokum leystir út með Mottumarsbuffum, -sokkum og -súkkulaði.
Nánar um Mottumarshlaupið