Mottumarshlaupið sló í gegn
Við vonumst til þess að Mottumarshlaupið nýtist sem hvatning til áframhaldandi hreyfingar. Regluleg hreyfing er mikilvægur þáttur í að draga úr líkum á krabbameinum!
Þar sem inntak Mottumars er hreyfing og hlaupársdagur var í ár kom ekkert annað til greina en að láta fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins marka upphaf átaksins. Skráning í hlaupið fór fram úr okkar björtustu vonum en alls skráðu sig til leiks 480 manns. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um þá stemmingu sem ríkti.
Mottumarshlaupið var ræst frá Fagralundi í Kópavogi og 5 km hringur farinn á þeim hraða sem hver og einn kaus, á tímatöku eða ekki, svo mátti líka stytta sér leið. Skráning í hlaupið fór fram úr okkar björtustu vonum en alls skráðu sig til leiks 480 manns. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um þá stemmingu sem ríkti.
Við vonumst til þess að Mottumarshlaupið nýtist sem hvatning til áframhaldandi hreyfingar. Regluleg hreyfing er mikilvægur þáttur í að draga úr líkum á krabbameinum!
Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í hlaupinu og öllum þeim sem komu að skipulagningu og framkvæmd kæralega fyrir stuðninginn.
Inni á Facebooksíðu Mottumars er myndaalbúmið „Mottumarshlaupið" þar sem þú getur nálgast enn fleiri myndir úr hlaupinu.