Beint í efni

Með þín­um stuðn­ingi get­um við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Með öflugu forvarnarstarfi er hægt að fækka krabbameinum

Megininntak Mottumars er að vekja athygli á krabbameinum hjá körlum og hvetja þá til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina, bregðast við og gera hvað þeir geta til að draga úr líkum á krabbameinum. Í ár var áherslan á gildi hreyfingar í forvarnarskyni þar sem undirstrikað var að öll hreyfing skiptir máli. Það var því vel við hæfi að átakinu var ýtt úr vör með fyrsta Mottumarshlaupinu þar sem hátt í 480 þátttakendur voru skráðir til leiks.

https://youtu.be/p-mLTtj_67k

Skilaboðum komið á framfæri á fjölbreyttan hátt í Mottumars

Það er mikilvægt að nýta fjölbreyttar leiðir til að miðla skilaboðunum til sem flestra:

Farið var á rúmlega 20 vinnustaði með fræðsluerindi fyrir hátt í 600 starfsmenn.Aðildarfélög Krabbameinsfélagsins, sem eru 27, vítt og breytt um landið stóðu fyrir fjölbreyttum viðburðum.Heilsuvörður Mottumars heimsótti fjölmarga vinnustaði og kom púlsinum og hjartanu af stað með nokkrum léttum æfingum við mikla kátínu viðstaddra.Við sögðum dýrmætar sögur manna sem deildu með okkur sinni reynslu af krabbameinum.Héldum málþing um krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir fullum sal af fólki og 600 manns fylgdust með í streymi. Þar sem fjallað var um blöðruhálskirtilskrabbamein út frá víðu sjónarhorni, áskoranir, árangur, framfarir, líðan og lífsgæði.Stóðum fyrir leikjum og fræðsluprófi á samfélagsmiðlum, þar sem m.a. var könnuð þekking á forvarnargildi reglulegrar hreyfingar, sem hátt í 4000 manns tóku þátt í leikjunum.Deildum auk þess fjölbreyttu fræðsluefni á öllum miðlum félagsins.

Skeggkeppni Mottumars

Skeggkeppnin er fastur liður í Mottumars. Þátttaka í keppninni í ár var gríðarlega góð en alls tóku 360 einstaklingar þátt í ár og söfnuðu 7,3 milljónum króna.

https://youtu.be/_6tCNnNNPv4

Það þarf allt að ganga upp

Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem lögðu átakinu lið. As We Grow fyrir hönnun sokkana. Þeim hátt í 400 sölustöðunum sem voru með sokkana í sölu og þeim samstarfsaðilum sem lögðu átakinu lið með sölu á vöru og þjónustu þar sem ákveðin hluti rann til starfsemi Krabbameinsfélagsins kunnum við einnig okkar bestu þakkir fyrir.

Að síðustu viljum við ítreka þakkir okkar til þess fjölmenna hóps sem kom að framleiðslu herferðarinnar sem er undirstaðan í fjáröflunarstarfinu og kunnum við þeim kærar þakkir fyrir að vera tilbúin að leggja góðum málstaði lið.

Svona nýtist þinn stuðningur

Mottumars er ein af undirstöðunum í starfseminni og gerir félaginu m.a. kleift að vinna að forvörnum, stunda og styrkja vísindarannsóknir og veita krabbameinssjúklingum og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning, þeim að kostnaðarlausu í Reykjavík og á nokkrum stöðum á landsbyggðinni.

Sem dæmi um verkefni félagsins:

3.900 viðtöl voru bókuð hjá ráðgjafarteymi félagsins á síðasta ári, þar af voru 790 aðilar að koma í sitt fyrsta viðtal.Starfsmenn vorum með yfir 70 erindi, á síðasta ári, fyrir vinnustaði, félagasamtök og á málþingum tengd fræðslu- og forvörnum, stuðningi, rannsóknum og starfsemi félagsins.Árið 2023 veitti Vísindasjóður félagsins 12 rannsóknum styrki að upphæð 71,1 milljónir króna en sjóðurinn hefur frá upphafi (frá 2017 til 2023) veitt 455,5 milljónum króna til 45 íslenskra krabbameinsrannsókna.Með öflugum fjárstuðningi Krabbameinsfélagsins hefur Landspítalinn komið upp nýrri rafrænni samskiptagátt fyrir krabbameinssjúklinga í meðferð sem auðveldar samskipti þeirra og heilbrigðisstarfsfólk og einfaldar mat á einkennum og líðan fólks.