Legháls­krabbameins­skimun

Með skipulegri skimun fyrir krabbameini í leghálsi er reynt að gera sem mest gagn og valda sem minnstum skaða. Ef leitað er of sjaldan er hætta á að missa af alvarlegum frumubreytingum og krabbameini en ef leitað er of oft getur það leitt af sér ónauðsynlegt eftirlit, leghálsspeglanir eða keiluskurði.

Í upphafi árs 2021 tók heilsugæslan við leghálsskimunum, samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra frá 2019 um breytt fyrirkomulag skimana. 

Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulagið, tímapantanir og fleira má fá á upplýsingasíðu samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Þar er meðal annars að finna bækling um skimun vegna frumubreytinga í leghálsi


Spurningar og svör um skimun fyrir leghálskrabbameini

Algengar spurningar um leghálskrabbameinsskimun og svör við þeim

Lesa meira

Ávinningur og áhætta vegna skimunar fyrir legháls­krabba­meini

Skimun (skipulögð hópleit) fyrir leghálskrabbameini byggir á því að skoða frumusýni frá leghálsi heilbrigðra kvenna svo finna megi frumubreytingar og koma þannig í veg fyrir dauðsföll af völdum leghálskrabbameins.

Sýnt hefur verið fram á að skimun fyrir leghálskrabbameini leiðir til þess að allt að 90% færri konur deyja úr sjúkdómnum. 

Lesa meira

15 spurningar og svör um HPV-veiruna

Algengar spurningar um HPV-veiruna og svör við þeim

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?
Var efnið hjálplegt?