Beint í efni

Snemm­bú­in tíða­hvörf

Ef um náttúruleg tíðahvörf er að ræða fer kona í gegnum breytingaskeið þar sem smátt og smátt dregur úr framleiðslu kynhormóna. Þetta ferli getur staðið yfir í nokkur ár.

Þegar kona sem ekki hefur farið í gegnum breytingaskeiðið fer í aðgerð þar sem báðir eggjastokkar eru fjarlægðir eða hún fær geislameðferð í grindarholi sem skaðar eggjastokka fer hún snögglega í tíðahvörf. Þessi hraða breyting á hormónaframleiðslu getur reynt mjög á líkamann. Við snemmbúin tíðahvörf af völdum skurðaðgerðar eða geisla hafa alengustu einkenni tíðahvarfa tilhneigingu til að þróast hraðar og ákafar en við náttúruleg tíðahvörf.

Konur sem hafa ekki farið í gegnum breytingaskeið og taka inn andhormónalyf geta upplifað snemmbúin tíðahvörf, en tíðahvörf af völdum andhormónalyfja geta þó gengið til baka þegar meðferð lýkur. Andhormónameðferðir hafa það að markmiði að draga úr áhrifum estrógens og slíkar meðferðir geta haft í för með sér ýmsar aukaverkanir.

Möguleg einkenni við snemmbúin tíðahvörf:

  • Hitakóf
  • Þurrkur í leggöngum
  • Þvagleki
  • Skapsveiflur
  • Minni kynlöngun
  • Óreglulegar blæðingar eða tíðahvörf
  • Svefntruflanir
  • Verkir í liðum
  • Aukin hætta á beinþynningu
  • Þyngdaraukning

Heimildir

Tidlig overgangsalder hos kvinner - Kreftforeningen

Long-Term Side Effects of Cancer Treatment | Cancer.Net